þriðjudagur, mars 30, 2004

Jæja núna ætlar Kristín að gera eina enn tilraun til þess að virkja bloggið sitt. Það er spurning hvernig það á eftir að ganga! Reyndar er ekkert voðalega spennandi tími framundan, lestur fyrir stúdentspróf! Ekki alveg það skemmtilegasta! Núna er síðasta raunverulega vikan í þessum blessaða skóla. Síðan tekur við páskafrí, eftir það tveir dagar í "kennslu" og síðan "dimmetering". Eftir það eru bara próf, próf, próf......!!!!