laugardagur, desember 13, 2003

Jólapróf, ekki það skemmtilegasta í heimi, alls ekki! Sjö búin, þrjú eftir! Þessi vika er búin að vera ansi skrautleg, próf á hverjum degi. Á fimmtudaginn var svo tekin stærsta törn prófanna og lært langt fram á nótt undir menningarfræði. Kennsluefnið, um islam, gyðingdóm og kristni var rosalega viðamikið og það var ekki möguleiki að reyna að komast yfir allt námsefnið á einum sólarhring. Gat ekki hugsað mér að læra t.d. öll þessi næstum hundrað orð á arabísku og hebresku. En ég gerði heiðarlega tilraun og lærði allavegana flest öll aðalatriðin. Núna er ég bara farin að kvíða fyrir vorprófinu í þessu fagi, allt þetta aftur, annað eins sem við förum í á næstu önn og námsefni síðasta árs. Ég sé miðvikudaginn í hyllingum...