fimmtudagur, október 30, 2003

Þá er komið að því, vetrarfrí í Verzló (þótt ótrúlegt megi virðast)! Það hefst í dag (fimmtudag) og kennsla hefst aftur á þriðjudaginn, sem er mjög gott. Í eftirmiðdaginn mun bekkurinn halda út úr bænum og verður gist að Snorrastöðum á Mýrum í nótt. Þetta verður reyndar bara einnar nætur ferð. En svo ætla ég að njóta þess að vera í fríi það sem eftir er af því...