fimmtudagur, september 04, 2003

Núna er skólinn byrjaður fyrir alvöru, kennararnir komnir í ham. Ég held samt að þessi vetur eigi eftir að vera góður, þó að mikið verði að gera. Sumarið var reyndar alltof fljótt að líða, en það sem stóð upp úr því voru ferðalögin til Evrópu og í Mývatnssveitina. Mjög ólík ferðalög, 3. vikna menningarreisa í Evrópu og 4. daga heimsókn til frábærs fólks sem búsett var við Mývatn í sumar. En nú er bara að njóta síðasta vetursins í menntaskóla og hlakka til næsta sumars...

mánudagur, september 01, 2003

Jæja núna er skólinn byrjaður...sem er bara ágætt. Búið að vera nóg að gera undanfarið, skólinn, vinna og útgáfa Snobbsins (skóladagbókar nfví) sem kemur vonandi út á morgun, svo það helsta sé nefnt.