föstudagur, júlí 25, 2003

Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert verið að blogga undanfarið er ef til vill sú að það hefur ekkert markvert gerst í mínu lífi upp á síðkastið, eins og oft vill gerast á sumrin. Ég er bara að vinna daginn út og inn. Fór reyndar í útilegu síðustu helgi, Miðstjórnarferð Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Við vorum mjög heppin með veður, sérstaklega á laugardeginum og stemmningin var góð.