Jæja þá er maður komin aftur til Íslands, ferðin var í heildina frábær. Flogið til Frankfurt, gist í tvær nætur á leiðinni niður til Toscana, fyrstu nóttina í þýskum bæ sem kenndur er við Rottwielerhunda. Síðan ekið í gegnum Sviss og gist í bæ við Comovatnið á Ítalíu. Í Toscana var dvalið í íbúð uppi í gömlu miðaldaþorpi á hæð einni, í viku. Þaðan var farið til Flórens, til margra lítilla bæja í nágrenninu og slappað af í garðinum sem hafði útsýni yfir hæðirnar í kring, endalausa vínakra og síbrustré. Eftir það var haldið til strandbæjar er nefnist Lignano og er í nágrenni við Feneyjar og Udine. Þar var dvalið í tvær vikur, legið á ströndinni, nágrennið skoðað og örlítið verslað. Síðan var haldið af stað sl. laugardagsmorgun og keyrt með nokkrum stoppum til Milanó. Þaðan tók ég flugvél heim um kvöldið og lenti á íslenskrigrund um nóttina. Reyndar er samferðafólk mitt enn úti, en þau eru væntanleg heim með flugi frá Frankfurt síðdegis á föstudaginn. Svo nú er ég komin heim sátt eftir góða ferð og nú er bara að fara að vinna það sem eftir er að sumrinu eins mikið og maður getur!
þriðjudagur, júní 24, 2003
Previous Posts
- Ég held að það sé komin tími til þess að úrskurða ...
- Jæja núna ætlar Kristín að gera eina enn tilraun t...
- Jólapróf, ekki það skemmtilegasta í heimi, alls ek...
- Jæja, núna er búið að loka fyrir allar bloggspot s...
- Þá er komið að því, vetrarfrí í Verzló (þótt ótrúl...
- Menningafræðipróf í dag, stjórnmálafræðipróf á mið...
- Veikindi og prófagleði (hjá kennurunum) svífa yfir...
- Núna er skólinn byrjaður fyrir alvöru, kennararnir...
- Jæja núna er skólinn byrjaður...sem er bara ágætt....
- Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert verið að blogga...
Archives
- 02/16/2003 - 02/23/2003
- 02/23/2003 - 03/02/2003
- 03/02/2003 - 03/09/2003
- 03/09/2003 - 03/16/2003
- 03/16/2003 - 03/23/2003
- 03/23/2003 - 03/30/2003
- 03/30/2003 - 04/06/2003
- 04/06/2003 - 04/13/2003
- 04/13/2003 - 04/20/2003
- 04/20/2003 - 04/27/2003
- 04/27/2003 - 05/04/2003
- 05/18/2003 - 05/25/2003
- 05/25/2003 - 06/01/2003
- 06/22/2003 - 06/29/2003
- 07/06/2003 - 07/13/2003
- 07/20/2003 - 07/27/2003
- 08/31/2003 - 09/07/2003
- 09/28/2003 - 10/05/2003
- 10/12/2003 - 10/19/2003
- 10/26/2003 - 11/02/2003
- 11/16/2003 - 11/23/2003
- 12/07/2003 - 12/14/2003
- 03/28/2004 - 04/04/2004
- 02/06/2005 - 02/13/2005