þriðjudagur, júní 24, 2003

Jæja þá er maður komin aftur til Íslands, ferðin var í heildina frábær. Flogið til Frankfurt, gist í tvær nætur á leiðinni niður til Toscana, fyrstu nóttina í þýskum bæ sem kenndur er við Rottwielerhunda. Síðan ekið í gegnum Sviss og gist í bæ við Comovatnið á Ítalíu. Í Toscana var dvalið í íbúð uppi í gömlu miðaldaþorpi á hæð einni, í viku. Þaðan var farið til Flórens, til margra lítilla bæja í nágrenninu og slappað af í garðinum sem hafði útsýni yfir hæðirnar í kring, endalausa vínakra og síbrustré. Eftir það var haldið til strandbæjar er nefnist Lignano og er í nágrenni við Feneyjar og Udine. Þar var dvalið í tvær vikur, legið á ströndinni, nágrennið skoðað og örlítið verslað. Síðan var haldið af stað sl. laugardagsmorgun og keyrt með nokkrum stoppum til Milanó. Þaðan tók ég flugvél heim um kvöldið og lenti á íslenskrigrund um nóttina. Reyndar er samferðafólk mitt enn úti, en þau eru væntanleg heim með flugi frá Frankfurt síðdegis á föstudaginn. Svo nú er ég komin heim sátt eftir góða ferð og nú er bara að fara að vinna það sem eftir er að sumrinu eins mikið og maður getur!