Búin að fá út úr vorprófunum og þetta gekk bara ágætlega, allavegana besti árangur hingað til í Verzló. Náði öllu og fékk meira að segja 9 í upplýsingafræði og 7,5 í stærðfræði sem bæði eru stúdentspróf. Þýskan fór reyndar ekkert rosalega vel, en ég sætti mig við 5una þar (vissi að svo myndi fara). Annars eru flest fögin á milli 7 og 8, sem sagt bara nokkuð sátt.
fimmtudagur, maí 22, 2003
mánudagur, maí 19, 2003
Helgin yfirstaðin...unnið föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag, án einhvers sem mætti kalla hvíld (gaf mér samt tíma til þess að skrepa út á lífið bæði föstudags og laugardagskvöld, í bæði skiptin "Þorgerði að kenna"). Svo núna er það bara að slappa af fram að næstu helgi, þegar önnur vinnutörn hefst. Svo eftir það eru 4 vikur í frí, ég er nokkuð sátt með það og ætla ég að njóta þeirra til fullnustu.