Í dag er sérkennilegur skóladagur, seinasti skóladagurinn í 5. bekk og bara 3. og 5. bekkur í skólanum í dag. Í gær var líka svolítið sérkennilegur dagur. Skóladagurinn var fremur slitróttur, svo klukkan 15 fór ég í boð til Þorvarðar Elíassonar skólastjóra Verzlunarskóla Íslands. Þangað var boðið gömlu stjórn og nýkjörini stjórn NFVÍ og gamla og nýja Hagsmunaráði nemenda. Við vorum öll vel södd eftir að hafa gætt okkur á kræsingunum sem í boði voru. Einn ákveðinn aðili var reyndar ekki orðin saddur þó að hann hafi farið 7 ferðir :)
föstudagur, apríl 11, 2003
þriðjudagur, apríl 08, 2003
Jæja ég náði að lifa af síðustu viku og nú er síðasta vikan í 5.bekk hafin. Á föstudaginn hefst svo páskafríið og eftir það byrja prófin, 4 vikur af lestri! Svo núna er bara málið að fara að læra, eitthvað sem ég hefur ekki verið nógu dugleg við í vetur.
Í kvöld er ég reyndar að fara út að borða með vinnunni og eitthvað að skemmta mér með þeim. Það er spurning hvað verður mikið úr því...
Í kvöld er ég reyndar að fara út að borða með vinnunni og eitthvað að skemmta mér með þeim. Það er spurning hvað verður mikið úr því...