mánudagur, mars 31, 2003

Þessa vikuna er meira en nóg að gera! Tveir fyrirlestrar á morgun. Annar þeirra er sögufyrirlestur þar sem ég og Jónþór munum fjalla um rannsóknarréttinn. En hinn munu ég, Bryndís og Kristín Sigríður flytja á ensku í Bláasal eftir skóla. Hann er um markaðs og alþjóðafræðiverkefnið okkar sem við erum búnar að vinna að jafnt og þétt í vetur. Þetta er verkefni sem Verzló tekur þátt í með skóla í Finnlandi, Danmörku, Bretlandi og Frakklandi. Okkur er úthlutað landi og fengum við úthlutað Danmörku. Síðan völdum við okkur vöru og varð fyrirtækið UN-Iceland fyrir valinu og eðli verkefnisins er það að við markaðssetjum vöruna í úthlutaða landinu. Við skiluðum 30 bls. skýrslu um þetta á föstudaginn og unnum í auglýsingunni um helgina. Við erum mjög sáttar við afraksturinn og vonum bara að sem best fari á morgun. En á fimmtudaginn tekur önnur plága við það er newsweekfyrirlestur og menningarfræðipróf. Þriðja plágan er svo á föstudaginn, ritgerðarpróf í þýsku. Það er bara vonandi að maður lifi vikuna af...