föstudagur, mars 21, 2003

Núna er þessi vika senn á enda. Það er búið að vera alveg nóg að gera, þrjú próf, fyrirlestur og kosningaundirbúningur svo eitthvað sé nefnt. Á morgun er planið að fara í tvöfalda fermingu hjá frændsystkinum mínum og tvítugsafmæli hjá bekkjarbróður mínum um kvöldið. Svo þarf ég að koma mér í það að skrifa íslenskuritgerð...það er spurning hvernig það á eftir að ganga.

mánudagur, mars 17, 2003

Eva M. (lesið m punktur) Kristjánsdóttir var valin úr hópi þriggja bekkjarsystra minna á föstudaginn, eins og flestir ættu að vita sem sáu Djúpu laugina. Ólíkt fyrri ferðum fóru stelpurnar allar í ferðina og segjast hafa skemmt sér nokkuð vel. Á laugardagskvöldið fór ég svo á lokahóf miðstjórnar nfví og skemmti mér bara nokkuð vel. Svo var það alþjóðafræðipróf í morgun og eðlisfræðipróf á morgun, svo það er nóg að gera.