föstudagur, mars 14, 2003

Nú er spennan í algleymingi...í kvöld er stóra stundin, hver mun "ganga út"?

fimmtudagur, mars 13, 2003

Það er hægt að segja það að söguprófið hafi ekki gengið sem skildi, Kristín náði að klúðra slatta af atriðum, ekki gott!

miðvikudagur, mars 12, 2003

Sögupróf á morgun og tímaritgerð úr Brave new world, svo það verður bara lært í dag. En á föstudaginn munum við bekkjarsystkinin vera áhorfendur í þætti á Skjá einum sem nefnist Djúpa laugin, en þar munu 3 bekkjarsystur mínar keppa um hylli karlmanns.