laugardagur, febrúar 22, 2003

Kristín vaknaði rétt fyrir 11 í morgun, á laugardagsmorgni. Það verður að kallast mikill dugnaður hjá mér, sérstaklega vegna þess að ég fór alls ekkert snemma að sofa. Klukkan 13 fór ég svo á bikarúrslitaleik kvenna í handbolta í Laugardalshöllinni, þar áttust við Haukar og ÍBV og stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar að lokum. Eftir leikinn fór ég með þrem drengjum úr meistaraflokki Hauka í handbolta á Pizza Hut og fengum við okkur þar að eta. Milli 17 og 19 var svo litið við í fimmtugsafmæli. Núna er ég komin heim og bíst við rólegu kvöldi í kvöld því fram undan er löng og ströng vika sem mun aðallega einkennast af átökum við námsefni.

föstudagur, febrúar 21, 2003

Núna er ég búin að bæta úr öðru atriðinu sem Óli Njáll setti út á hjá mér. Við skulum bíða og sjá hvort textinn verði ekki lengri með tímanum.

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Verzlunarskóli Íslands vs. Menntaskólinn við Hamrahlíð!
Ég tel að menntskælingar munu falla, enda er lið Verzlunarskólans sterkara...VÍVA VERZLÓ!

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Endalaust áreiti! Það er ekki auðvelt að bæta námsárangur sinn þegar byggingarverktakar eru að keppast við að reisa viðbyggingu beint fyrir utan gluggann!

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Hvað er málið með veðrið á Íslandi?

mánudagur, febrúar 17, 2003

Jább, það virðist vera...núna er bara að standa sig!
Jæja, ætli þetta muni ganga hjá mér?