Ég held að það sé komin tími til þess að úrskurða þessa síðu látna...væntanlegur arftaki hennar er http://www.blogg.central.is/kristin_halla/. Vona að sú síða fari betur en þessi hefur gert....
sunnudagur, febrúar 06, 2005
þriðjudagur, mars 30, 2004
Jæja núna ætlar Kristín að gera eina enn tilraun til þess að virkja bloggið sitt. Það er spurning hvernig það á eftir að ganga! Reyndar er ekkert voðalega spennandi tími framundan, lestur fyrir stúdentspróf! Ekki alveg það skemmtilegasta! Núna er síðasta raunverulega vikan í þessum blessaða skóla. Síðan tekur við páskafrí, eftir það tveir dagar í "kennslu" og síðan "dimmetering". Eftir það eru bara próf, próf, próf......!!!!
laugardagur, desember 13, 2003
Jólapróf, ekki það skemmtilegasta í heimi, alls ekki! Sjö búin, þrjú eftir! Þessi vika er búin að vera ansi skrautleg, próf á hverjum degi. Á fimmtudaginn var svo tekin stærsta törn prófanna og lært langt fram á nótt undir menningarfræði. Kennsluefnið, um islam, gyðingdóm og kristni var rosalega viðamikið og það var ekki möguleiki að reyna að komast yfir allt námsefnið á einum sólarhring. Gat ekki hugsað mér að læra t.d. öll þessi næstum hundrað orð á arabísku og hebresku. En ég gerði heiðarlega tilraun og lærði allavegana flest öll aðalatriðin. Núna er ég bara farin að kvíða fyrir vorprófinu í þessu fagi, allt þetta aftur, annað eins sem við förum í á næstu önn og námsefni síðasta árs. Ég sé miðvikudaginn í hyllingum...
föstudagur, nóvember 21, 2003
Jæja, núna er búið að loka fyrir allar bloggspot síður í Verzló. Aftur á móti er hægt að skrifa inn á blogger, allavegana ennþá. Alveg magnað!
fimmtudagur, október 30, 2003
Þá er komið að því, vetrarfrí í Verzló (þótt ótrúlegt megi virðast)! Það hefst í dag (fimmtudag) og kennsla hefst aftur á þriðjudaginn, sem er mjög gott. Í eftirmiðdaginn mun bekkurinn halda út úr bænum og verður gist að Snorrastöðum á Mýrum í nótt. Þetta verður reyndar bara einnar nætur ferð. En svo ætla ég að njóta þess að vera í fríi það sem eftir er af því...
mánudagur, október 13, 2003
Menningafræðipróf í dag, stjórnmálafræðipróf á miðvikudaginn og málsögupróf á fimmtudaginn. Svo fer auglýsingasöfnun fyrir blaðið á fullt í vikunni og ætlum við að reyna að flytja inn í húsnæðið okkar í lok vikunnar. Sem sagt nóg að gera í þessari viku.
þriðjudagur, september 30, 2003
Veikindi og prófagleði (hjá kennurunum) svífa yfir vötnunum í Verzló. Á milli þess sem fólk hóstar úr sér lungunum keppist það við að lesa undir skyndipróf í öllum mögulegum fögum, skila allskonar verkefnum og ritgerðum. Sem sagt alveg "frábært"!
fimmtudagur, september 04, 2003
Núna er skólinn byrjaður fyrir alvöru, kennararnir komnir í ham. Ég held samt að þessi vetur eigi eftir að vera góður, þó að mikið verði að gera. Sumarið var reyndar alltof fljótt að líða, en það sem stóð upp úr því voru ferðalögin til Evrópu og í Mývatnssveitina. Mjög ólík ferðalög, 3. vikna menningarreisa í Evrópu og 4. daga heimsókn til frábærs fólks sem búsett var við Mývatn í sumar. En nú er bara að njóta síðasta vetursins í menntaskóla og hlakka til næsta sumars...
mánudagur, september 01, 2003
Jæja núna er skólinn byrjaður...sem er bara ágætt. Búið að vera nóg að gera undanfarið, skólinn, vinna og útgáfa Snobbsins (skóladagbókar nfví) sem kemur vonandi út á morgun, svo það helsta sé nefnt.
föstudagur, júlí 25, 2003
Ástæðan fyrir því að ég hef ekkert verið að blogga undanfarið er ef til vill sú að það hefur ekkert markvert gerst í mínu lífi upp á síðkastið, eins og oft vill gerast á sumrin. Ég er bara að vinna daginn út og inn. Fór reyndar í útilegu síðustu helgi, Miðstjórnarferð Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Við vorum mjög heppin með veður, sérstaklega á laugardeginum og stemmningin var góð.